Flugmiðar með Alaska Airlines
Alaska Airlines er sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna, höfuðstöðvar þess eru í Sea Tac, Washington. Félagið var stofnað 1932 sem McGee Airways og flaug þá milli Anchorage og Alaska. Í dag þjónar félagið meira en 100 áfangastöðum í Bandaríkjunum ásamt Alaska, Hawaii, Kanada og Mexico. Félagið ásamt systur félaginu Horizon Air mynda Alaska Air Group. Flugfélagið hefur fengið mjög háar einnkanir hjá farþegum fyrir góða þjónustu og sem gott flugfélag síðast liðin átta ár hjá J.D. Power and Associates.
Aðal flugvöllur þeirra er Seattle - Tacoma Internationa Airport. Þótt mesta flugumferð þeirra komi utan Alaska þá er það samt aðal flugfélagið í sjálfu ríkinu Alaska því þeir sjá um flutninga á milli ótal smá bæja í ríkinu.
Alaska Airlines er með codshare agreements við sum flugfélög frá oneworld, eins og American Airlines, British Airways og LAN Airlines ásamt því að hafa samninga við sum félög í SkyTeam, eins og Air France, Korean Air og Delta Air Lines.
