Afríka  >  Tanzanía  >  Zanzibar

Ferðir og flugmiðar til Zanzibar

Zanzibar er Hawaii Afríku -  lítill eyjaklasi í Indverska hafinu sem liggur c.a 50 km fyrir utan meginland Tanzaníu með yndislegar strendur, gamla og huggulega smábæi og einstaka menningu. Svæðið inniheldur blöndu af smá eyjum þar sem þú getur ferðast um í rólegheitum og svo einnig stærri eyjar þar sem er að finna hótel og veitingastaði og mikið næturlíf. Á stærstu og aðaleyjunni Zanzibar sem einnig heitir Unguja eru strendurnar helsta aðdráttaraflið og er Kendwa Beach á norðvestur hluta eyjunnar mjög vinsæl, Zanzibar er 90 km löng og 30 km breið eyja.

Höfuðborgin á Zanzibar er hinn töfrndi Stone Town þar sem m.a. arkitektúrinn mynnir á margt úr sögunni frá evrópu, arabíu, afríku og menningu frá asíu. Stone Town geymir m.a. hús hins þekkta landkönnuðar David Livingstone – það var héðan sem hann skipulagði síðustu ferð sína inn í Tanganyika. Arabiska höllin, Beit- al Ajaib og arabíska virkið er áhugavert að skoða og svo eru margir stórir og opnir markaðir sem bjóða uppá mikið af spennandi vörum, listmunum, kryddum, ávöxtum og grænmeti.
En Zanzibar er einnig el dorado fyrirþá sem þrá ævintýri. Fyrst og fremst eru hér margar fallegar eyjar með fallegum ströndum, kóröllum og kristaltæru vatni og hér er því upplagt að snorkla og kafa, þá sérstaklega við eyjarnar Mnemba Island, Nungwi og Kendwa. Kendwa er einnig þekkt fyrir mánaðarlegar Full Moon Partý.

shade