Ferðir og flugmiðar til Kilmanjaro

Kilmanjaro er hæsta fjall Afríku og eitt af heimsins þekktustu fjöllum. Fyrir margt fjallafólk er Kilmanjara ofarlega á listanum yfir þau fjöll sem eru áhugaverð að klífa upp og svæðið er frábært göngusvæði líka fyrir þá sem ætla ekki á toppinn af Kibu-gýgnum til Uhuru sem er í 5.895 m hæð.
Kilimanjaro samnastendur af 3 eldfjöllum þar sem tvö af þeim eru löngu kulnuð, en 3ja eldfjallið Kibo sem er það hæsta, liggur í dvala. Það er hið snjóklædda Kibó sem maður sér yfirleitt myndir af þegar sýndar eru myndir af Kilimanjaro. Kilimanjaro er heimsins hæsta fjall sem stendur eitt og sér á flatri sléttu Afríku sem gerir það að verkum að  fjallið virkar bæði tignarlegt og konunglegt. Kilimanjaro er staðsett stutt frá landamærunum til Kenýa sem gerir það að verkum að fjöldi ferðamanna í Afríku hefur möguleika á að sjá þetta tignarlega fjall.

Vinsældir Kilimanjara eru einnig vegna þess að margar gönguleiðir eru upp á topp fjallsins og hægt er að velja mismunandi erfiðar gönguleiðir. Stór hluti af fjallinu er þjóðgarður og þar er m.a  að finna svæði sem er þakið skógi með framandi plöntum og dýralífi sem aðeins þrífast við og á fjallinu. Á neðsta hluta fjallsins er hægt að upplifa hina hefðbundnu þjóðflokka eins og Maasai og Chagga. Kilimanjaro er skemmtileg áskorun og virkilega falleg náttúru upplifun sem ber stóran hluta af Afrískri  sögu og menningu.

shade