Ferðir og flugmiðar til Dar Es Salaam

Dar Es Salaam er stærsta borg Tanzaníu með 2,5 milljón íbúa, borgin liggur að Indverska hafinu og er  ein af mikilvægustu hafnarborgum Afríku. Höfnin skipar stórt hlutverk í Dar Es Salaam og hægt er að tala um að hún hafi bæði sál og töfra sem aðrar iðnaðarhafnir komast ekki í líkingu við. Hér er fallega myndrænt hafnarsvæði sem iðar af lífi og skip frá öllum heiminum leggjast hér að bryggju. 

Í borginni finnur maður fyrir blandaðri menningu frá afríku, arabíu og suður asíu og er því margt hægt að upplifa og skoða eins og t.d. þjóðarsafn Tanzaníu og við hliðina á því er fallegur grasagarður með mörgum framandi plöntum – upplifun fyrir öll skynfærin. Einnig er áhugavert að upplifa Village Museum sem er í útkanti borgarinnar. 
Strendurnar eru líka dásamlegar eins og á skaganum Msasani norður af Dar Es Salaam, þar eru margar frábærar strendur en einnig suður af borginni við Kigamboni finnur þú fallegar strendur.

shade