Ferðir og flugmiðar til Tansaníu
Tansanía er staðsett í Austur Afríku og er með landamæri að Kenýa og Úganda í norði, Rúanda, Búrúndí og Lýðveldingu Kongó í vestri og Sambíu, Malaví og Mósambík í suðri. Í austri er landið með strönd að Indlandshafi þar sem eyjarnar Sansibar, Mafía og Pemba liggja. Landið er frábært ferðamannaland og býður uppá nokkrar af heimsins stærstu náttúru undrum. Hér er hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Bara það að sjá hið tæplega 6 km háa konunglega fjall er fyrir suma þess vert að koma til Tansaníu. Hér finnast einnig mjög margir þjóðgarðar þar sem bæði er hægt er að njóta náttúrunnar og upplifa stórkostlegt dýralíf Afríku. Hinar skráþurru séttur Afríku eru algjör andstaða við hið gróskumikla landslag við strendurnar eins og t.d. við ævintýraeyjuna Zanzibar þar sem eru frábærar strendur og góðir möguleikar á að snorkla eða kafa í kristaltæru vatninu.
Menningarlega séð er Tansanía einnig mjög spennandi land því hér er m.a. að finna fornleifar sem hægt er að rekja aftur um 2 milljónir ára. Uppgröftur sem hefur átt sér stað við gjánna Isimila er mjög áhugavert og eins hafa fundist eintök af handgerðri list sem reiknast að vera um 30.000 ára gömul við kletta nálægt Kolo og gefur það manni tilfinningu fyrir hinni aldagömlu sögu frá þessu svæði. Íbúar Tansaniu hafa einnig varðveitt margar hefðir og dansa sem ferðamenn geta fengið innsýn í. Matarmenningin er einnig áhugaverð, hægt er að fara í menningarferð sem gefur innsýn í mismunandi lifnaðarhætti hinna ýmsu þjóðflokka.
Dar Es Salaam
Dar Es Salaam er stærsta borg Tanzaníu með 2,5 milljón íbúa, borgin liggur að Indverska hafinu og er ein af mikilvægustu hafnarborgum Afríku. Höfnin skipar stórt hlutverk í Dar Es Salaam og hægt er að tala um að hún hafi bæði sál og töfra sem aðrar iðnaðarhafnir komast ekki í líkingu við.
Kilimanjaro
Kilmanjaro er hæsta fjall Afríku og eitt af heimsins þekktustu fjöllum. Fyrir margt fjallafólk er Kilmanjara ofarlega á listanum yfir þau fjöll sem eru áhugaverð að klífa upp og svæðið er frábært göngusvæði líka fyrir þá sem ætla ekki á toppinn af Kibu-gýgnum til Uhuru sem er í 5.895 m hæð.
Zanzibar
Zanzibar er Hawaii Afríku - lítill eyjaklasi í Indverska hafinu sem liggur c.a 50 km fyrir utan meginland Tanzaníu með yndislegar strendur, gamla og huggulega smábæi og einstaka menningu. Svæðið inniheldur blöndu af smá eyjum þar sem þú getur ferðast um í rólegheitum og svo einnig stærri eyjar þar sem er að finna hótel og veitingastaði og mikið næturlíf.
