Ferðir og flugmiðar til Port Lizabeth

Port Elizabeth er einnig nefnd „hin vinalega borg“ og stemningin þar er einnig meira vinaleg miðað við stærri borgir landsins. En samt er nú ekki hægt að segja að Port Elizabeth sé lítil borg þar sem þar  búa rúmlega 1,5 milljón manns. Borgin liggur ca. 800 km. austur af Cape Town og er m.a. þekkt fyrir fallegar strendur. Mjög fallegt er t.d. að keyra hina myndrænu strandlengju Garden Route sem byrjar rétt fyrir utan Port Elisabeth. Náttúran og strendurnar eru aðaðaðdráttarafl Port Elisabeth og hvorki sóldýrkendur né sjóbréttaiðkendur vanhagar þar um neitt. Hér er vatnið aðeins heitara en við Cape Town vegna þess að Indverska hafið liggu hér nálægt. Því er einnig upplagt að fara í hvalaskoðunarferðir, það eru margar hvalaskoðunarferðir í boði og stundum er maður heppinn að sjá hvalina út frá ströndinni. Það er einnig svolítill vindur fyrir utan Port Elisabeth sem gerir aðstæður fyrir sjóbrettaiðkendur fullkomnar og er Port Elisabet einn af bestu stöðum í Afríku.
Port Elisabeth er einnig tilvalinn staður fyrir skemmtilegar upplifanir. Það er t.d. gótt útsýni frá klukkuturninum Campanile og svo er listasafnið Nelson Mandela Metropolitan Art Museum einnig áhugavert. Einnig er stutt frá Port Elisabeth, þar sem hægt er að upplifa hin konunglegu landspendýr Afríku og aðeins 70 km norður af Port Elisabeth er t.d. hinn þekkti Addo Elephant Park.

 

 

shade