Ferðir og flugmiðar til Jóhannesborgar
Jóhannesarborg er stærsta borg Suður Afríku með tæplega 6 milljónir íbúa og borgin er vinsæll ferðamannastaður. Borgin liggur miðsvæðis og er einnig kölluð hjarta Suður Afríku. Frá borginni eru góðir möguleikar til að ferðast og upplifa stórkostlega og einstaka náttúru Suður Afríku. Menningarsaga Jóhannesarborgar á sér langar rætur og ca. ½ tíma keyrsla frá borginni er „vagga mannkynsins“ sem einnig er að finna á lista UNESCO.
Hér eru kalksteinshellar við Sterkfontein, Swartkrans og Kromdraai sem innihalda steingerð spor frá allra fyrstu mannverunum, algjörlega einstök upplifun. Ef svo áhuginn er fyrir að vita meira um upphaf mannkyns í Afríku þá mælum við með Origins Centre Museum. Einnig er áhugavert að upplifa Apartheidmuseet eða Soweto þar sem Mandelasafnið er staðsett. Verslunarmöguleikar í Jóhannesarborg eru einnig mjög góðir þar sem þú finnur mörg alþjóða merki ásamt mörkuðum þar sem hægt er að versla afríska listmuni og minjagripi. Fyrir utan borgina er einnig stór dýragarður og margir þjóðgarðar eins og t.d. Naturreservatet Lion Park eða Kruger National Park sem er einn af stærstu þjóðgörðum í Afríku.
