Ferðir og flugmiðar til Durban
Durban er nýtísku stórborg í Suður Afríku og vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum svo langt sem augað eigir. Borgin er þekkt fyrir „gylltu míluna“ en á henni eru fallegar strendur, vinsælt casinó og margir spennandi skemmtigarðar eins og uShaka Marine World sem er frábært sjávardýrasafn. Svæðið var hannað í kringum 1970 sem áhugaverður staður fyrir ferðamenn og fékk seinast mikið viðhald í kringum VM í fótbolta sem var haldið í landinu árið 2010. Við þetta tækifæri var einnig byggt stórkostlegt Moses Mabhida Stadium sem allir áhugamenn í fótbolta og áhugamenn um byggingarlist ættu að sjá.
Svæðið í kringum Durban geymir miklar menningarminjar. Norður af borginni er hið gamla „Zululand“ en þar var mikil menning á sínum tíma. Einnig er hægt að upplifa Zulu menninguna í galleríum borgarinnar sem selja list sem á rætur að rekja til þessarar gömlu menningar.
Í kringum borgina er einnig að finna meira rólegar strendur en þær sem eru við hina „gylltu mílu“ inni í borginni. Svo er Drakensberg (uKhahlamba) ótrúlega fallegt og þar eru góðir möguleikar á að sjá villt dýr og fara í safariferð. Nálægt borginni er einnig áhugavet fuglafriðunarsvæði, Umgeni River Bird park og í og við borgina eru einnig góðir möguleikar á að spila golf, fara í hjólaferðir, köfunarferðir, siglingar eins og t.d. að veiða fisk til skemmtunar.
