Ferðir og flugmiðar til Cape Town

Cape Town er lang vinsælasti ferðamannastaður Suður Afríku, þessar miklu vinsældir eru meðal annars vegna þess hve borgin er frábærlega staðsett í fallegu umhverfi og hér er mjög þægilegt hitastig. Cape Town hýsir rúmlega 4 milljónir íbúa og er vel skipulögð og nýtískuleg stórborg.
Helsta vörumerki Cape Town er fjallið Table Mountain sem sést yfirleitt í bakgrunni þegar teknar eru myndir af bænum í svolítilli fjarlægð. Eins og nafnið á fjallinu gefur til kynna þá sýnist stór hluti af toppi fjallsins vera flatur eins og borðplata sem er þó ekki þegar maður kemur nær. Hér eru því  spennandi möguleikar á útivist eins og fallegum göngu- og skoðunarferðum , klettaklifri, ferðast um á mountain bike eða  skoða hella. Ef þú ert frekar fyrir afslöppun þá er samt hægt að skoða og fara á topp fjallsins með lyftu og njóta útsýnisins á leiðinni. 
Cape Town er einnig þekkt fyrir fallegar strendur og þar er maður innanum íbúa staðarins þegar þau eru í fríi með  fjölskyldunni. Borgin er með strendur bæði að Atlandshafinu og inn með flóanum og þar er oftast heitara og þar er einnig möguleiki á að sjá hvali ef maður er heppinn, en ef maður sækist eftir stórum og miklum öldum þá er ströndin við Atlandshafið tilvalin. Bylgjurnar við Cape Town eru svo góðar að á hverju ári er haldið Red Bull Big Wave Africa. Cape Town geymir einnig mikkla menningarlega og sögulega staði eins og t.d. Robben Island þar sem Nelson Mandela sat í fangelsi í 18 ár. Í borginni er einnig gaman að upplifa einstakan arkitektúr sem hefur fengið sitt eigið nafn: Cape Dutch, sem er blanda af hefðum frá Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi og Indónesíu.

shade