Ferðir og flugmiðar til Suður Afríku

Suður Afríka er tilvalinn staður ef maður vill kynnast Afríku og oft er talað um að Suður Afríka sé  „allur  heimurinn í einu landi“  Landið er stærra en Frakkland og Spánn samanlagt og veðurfarið er milt á  Cape svæðinu yfir í að vera heittemprað á svæðunum fyrir norðan sem ná til Zimbawe og Mozambique. Náttúra landsins er falleg og mikilfengleg með stórkostleg gljúfur, fallegar strandlengjur og meira en 300 þjóðgarða og er Kruger National Park þekktastur og gríðalega stór. Hér upplifir þú fjölbreitt dýralíf, dýr sem búa í sínu náttúrulega umhverfi eins og ljón, fílar, nashyrningar, buffalóar og margar tegundir af antilópum og upplifunin með dýrunum er algjörlega ólýsanleg.

En Suður Afríka er mikið meira en land fyrir náttúru unnendur, landið hefur að geyma ótrúlega spennandi sögu sem rúmar bæði harmleika og sigra. Flestir kannast við nútíma sögu Suður Afríku og hægt er að læra mikið af aðskilnaðarstefnu landsins. En sagan nær enn lengra aftur í tímann. Raunar er saga Suður Afríku mikið eldri því í kalksteinshellum við Sterkfontein, Swartkrans og Kromdraai er að finna steingervinga og ummerki frá elstu mönnum á jörðinni. Svæðið er að sjálfsögðu á heimsminjalista UNESCO og gefur ferð til Suður Afríku okkur virkilega nýja innsýn í sögu mannkynsins.
Suður Afríka er einnig þekkt fyrir góð vín og er áhugavert að heimsækja vínsvæðin, svæði eins og Stellenbosch og Paarl.

Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Suður Afríku

Cape Town
Cape Town

Cape Town er lang vinsælasti ferðamannastaður Suður Afríku, þessar miklu vinsældir eru meðal annars vegna þess hve borgin er frábærlega staðsett í fallegu umhverfi og hér er mjög þægilegt hitastig.

Durban
Durban

Durban er nýtísku stórborg í Suður Afríku og vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum svo langt sem augað eigir. Borgin er þekkt fyrir „gylltu míluna“ á henni eru fallegar  strendur, vinsælt casinó og margir skemmtigarðar eins og uShaka Marine World sem er frábært sjávardýrasafn.

Johannesburg
Johannesburg

Jóhannesarborg er stærsta borg Suður Afríku með tæplega 6 milljónir íbúa og borgin er vinsæll ferðamannastaður. Borgin liggur miðsvæðis og er einnig kölluð hjarta Suður Afríku. Frá borginni eru góðir möguleikar til að ferðast og upplifa stórkostlega og einstaka náttúru Suður Afríku.

Port Elizabeth
Port Elizabeth

Port Elizabeth er einnig nefnd „hin vinalega borg“ og stemningin hér er einnig meira vinaleg miðað við stærri borgir landsins. En samt er nú ekki hægt að segja að Port Elizabeth sé lítil borg þar sem hér búa rúmlega 1,5 milljóir manns. 

shade