Flugmiðar og ferðir til Mauritius

Mauritius er græn og gróskumikil eyja umvafin blágrænu Indlandshafinu sem gælir við kríthvítar stendur í skjóli kóralskerja.
Fólkið er brosmilt og gestfrítt og hótelin eru í toppklassa með frábærri þjónustu, þetta ásamt hitanum gerir Mauritius að trópískri paradís sem alla dreymir um. Hvítar strendur í skjóli pálmatrjáa, falleg náttúra, fjöll, ár og fossar sem gefa fjölbreytileika með úrvali af afþreyingu svo eingum ætti að leiðast.

Upplifið Norðurströndina

Hér er mekka ferðamanna, hér finnur þú flottar hvítar strendur eins og Grand Baie sem er miðstöð fyrir margskonar afþreyingu eins og vatnaíþróttir, veitingarstaði og verslanir. Hér eru frábær hótel sem flest bjóða uppá ferðir til nærliggjandi eyja. Norður hluti eyjunnar er rólegri en suðurhlutinn með færri hótelum, baðströndum og ferðamönnum.
Á norðurhlutanum er ein af bestu ströndunum, Turtle Bay og ef maður velur norðurhlutann þá  fær maður stabílla veður og frábær sólsetur.

Upplifið Vesturströndina

Þessi strandlengja sem nær frá höfuðborginni Port Luis til Le Morne í suðri er hægt að skippta í tvent. Port Luis til Flic þar sem er frekar þéttbýlt og frá Flic til Le Morne á suðurhlutanum þar sem er falleg náttúra og svæði með fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum.
Á vesturströndinni eru einnig bestu möguleikar fyrir að veiða og sjá höfrunga og hér er alltaf smá vindur eða gola um sumarið (nóvember - apríl) semgerir það að verkum að okkur finnst það þægilegt.

Bestu strendur eru við Belle Mare. Á suðurströndinni finnur þú hina upprunalegu Mauritius, villt dýr, mikill gróður og fjölbreytt náttúra. þessi hluti er ekki svo fjölsóttur og því tilvalinn að heimsækja, hér finnur þú líka næst stærsta bæinn, Maheborg.

shade