Ferðir og flugmiðar til Marrakech
Ef þú gætir hugsað þér að ferðast og upplifa fegurð, bæjarstemmingu, sól og hita, góðan mat og framandi andrúmsloft þá er Marrakech rétti staðurinn fyrir þig. Á þessum rómantíska stað umvafin Atlas fjöllunum getur þú notið lífsins í rólegheitum. Hér eru spennandi verslunarmöguleikar, áhugverðir staðir, góðir veitingarsastaðir, fjöll og Sahara eyðimörkin eða afslöppun við sundlaugina.
Það sem gerir borgina sérstaka og fallega er að öll húsin eru máluð í sama lit, sem er laxableikur og þess vegna hefur borgin fengið nafnið "Rósa borgin" eða "Rauða borgin". Flestir sem heimsækja borgina kalla hana demant Marokko og er borgin lífleg og hefur verið miðstöð fyrir verslun og menningu í meira en 1000 ár.
Torgið í miðborginni heitir Djeema el Fna sem þýðir "Torg hinna dauðu" en það ber ekki að taka þessa nafngift bókstaflega því þegar kvöldar lifnar torgið heldur betur við. Við sólarlag byrja matreiðslumenn að hita upp götu eldhús þar sem hægt er að kaupa ódýra marokkóska rétti og slöngutemjarar sýna listir sínar með meiru. Frá Djeema el Fna getur þú bæði um daginn eða á kvöldin labbað um í souqen sem er endalaust völundarhús með smá verslunum sem bjóða varning sinn til sölueins og litskrúðugar leðurvörur, ilmandi krydd, teppi, tekönnur, skartgripi og margt fleira.
Það er margt að sjá ef maður vill upplifa sögu og menningu í Marrakech. Fræga moskan Koutoubia sem er stórbrotin bygging og lýst upp á kvöldin er virkilega áhugaverð og í kring um moskuna er fallegur rósagarður. Ekki missa af Saadi gröfunum frá árinu 1500, sem eru skreytt grafhýsi og þar eru varðveittar leirfar af Soldánum og fjölskyldum þeirra frá Saadi tímabilinu.
Ef þú vilt slappa af í ævintýralegu og skuggsælu umhverfi þá ekki hika við að nota nokkra tíma í Jardin Majorelle. Hér getur þú séð og fundið ilm af framandi og fallegum blómum og trjám sem eru set upp á listrænan hátt með sterkum litum í bakgrunni.
