Flugmiðar og ferðir til Agadir
Breiðar sandstrendur út frá eyðimörkinni og nakin fjöll, þægilegt og heitt loftslag, góður matur og stórborgar stemming - allt þetta getur þú upplifað ef þið takið nokkra daga frí og skellið ykkur til Marokko og upplifið baðstrandarbæinn, Agadir.
Það búa um 600.000 íbúar í Agadir og borgin dregur að sér ferðamenn frá öllum heiminum og ekki nema von því hér er einstaklega milt loftslag og um 300 sólskynsdagar á ári. Ströndin er um 10 km löng og sjávarhitinn er þægilegur allt árið um kring.
Þótt ströndin sé stærsta aðdráttar aflið er samt fjölmargt sem hægt er að upplifa í borginni og við nærliggjandi svæði. Hér er mikið af börum, kaffihúsum og veitingastöðum sem bjóða uppá góðan mat í sérstöku andrúmslofti með lifandi tónlist. Við mælum með að þið heimsækið fiskmarkaðinn við höfnina og ef þú hefur áhuga á að spila golf þá eru fjölmargir golfvellir á heimsmælikvarða á svæðinu.
Fyrir þá verslunarglöðu þá verður þú að fara í Souk el Had, sem er verslunarhverfi með meira en 3000 búðum en það sem ferðamenn sækjast helst eftir eru heimagerðir listmunir og leðurvörur sem Marokko er heimsfræg fyrir.
Ticket2Travel.is ber saman allar flugleiðir, öll flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Marokkó og Agadir.
