Flugmiðar og ferðir til Nairóbí
Nairóbí er höfuðborg Kenía og stærsta borgin en þar búa um 3 milljónir íbúa. Borgin var byggð af Bretum árið 1899 og í byrjun voru bara vöruskemmur við járnbrautina milli Mombasa til Úganda. En í dag búa um 3 milljónir í borginni sem er sú stærsta í Kenya.
Nairobi liggur við fjótið Nairobi og er 480 km. norðvestur af Mombasa. Borgin er í 2.000 m hæð yfir sjávarmáli og er staðsett á brúninni, Rift Valley en á því svæði eru tíðir smá jarðskjálftar.
Nairobi er ein að fáum borgum í heiminum sem er með þjóðgarð innan borgarmarka, Nairobi National Park en þar eru meðal annars ljón, gírafar og svartur nashyrningur og þar fyrir utan eru um 400 tegundir af fluglum í garðinum. Það sem gerir þennan þjóðgarð sérstakan er að boðið er uppá "Nairobi Safari Walk" þar sem maður upplifir dýralífið í skipulögðum gönguferðum.
Á góðum degi getur maður séð til hæsta fjalls í Afríku, Kilimanjaro sem er í Tanzaníu og einnig hæsta fjall í Kenyu, Mout Kenya í norðri.
Ticket2Travel.is leitar af og ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Nairóbí
