Afríka  >  Kenía  >  Mombasa

Ferðir og flugmiðar til Mombasa

Mombasa er næst stærst borg á eftir Nairobi. Það er alþjóðaflugvöllur í Mombasa og þangað fara flestir ferðamenn þar sem borgin liggur að Indlandshafi. Mombasa er stærsti strand- og hafnarbær í Kenya með um 1.2 milljónir íbúa. Meðfram ströndinni eru strandsvæði sem eru meðal þeirra bestu í Austur Afríku, hvítur sandur, tær sjór og pálmar sem gefa forsælu í sólinni.
Ef þú ert í Mombasa þá verður þú að heimsækja Mombasa Marine National Park því þar kynnist þú gróðri og dýralífi strandhéraða í Kenya. Ef þú ert fyrir köfun og snorkl þá eru bestu staðirnir á milli Mtwapa Creek og Likoni. Mest spennandi strendur eru fyrir norðan Mombasa eins og Nyali og Bambui. Það er einnig fyrir norðan bogina sem úrvalið af veitingastöðum, börum og næturklúbbum er staðsett við strandlengjuna. Kenya er einnig ákjósanlegur staður til að halda frí fyrir barnafjölskyldur því hér eru bæði vatnagarðar og skemmtigarðar og mikið úrval af allskonar spennandi vatnaíþróttum, fjallahjólaferðum, köfun, go kart og margt fleira.

Sunnan við Mombasa eru strendurnar Shelly, Tiwi og Diani en þar eru hótelkeðjur í lúksus klassanum. Borgin Mombasa er á eyju sem tengist ströndunum í norðri meða brú. Á eyjunni er fjöldi staða sem eru áhugaverðir eins og Mombasas Old Town þar sem portúgalska vikrið Forte Jesus de Monbaqa er, en það var bygt árið 1591 til að verja innsiglinguna að borginni. Fort Jesus eins og virkið er kallað í dag er eitt af best varðveittu virkjum frá 1500 og er með sérstakan byggingarstíl sem portúgalski herinn var þekktur fyrir, Fort Jesus er á heimsminnjaskrá UNESCO.

shade