Afríka  >  Kenía

Ferðir og flugmiðar til Kenía

Kenía er land í Austur Afríku og miðbaugur liggur í gegnum norðurhluta landsins. Höfuðborgin heitir Naíróbí. Landið á landamæri að Eþíópíu í norðri, Sómalíu í austri, Tansaníu í suðri, Úganda í vestri og Súdan í Norðvestri, landið á strönd við Indlandshaf. Kenya hefur uppá margt að bjóða sem manni dreymir um þegar minnst er á Afríku. Hér eru langar strendur með kóralrifum, há fjöll, litríkir ættbálkar, eyðimerkur, gresjur með öllum stóru viltu dýrunum og frumskógur með öllu sem því fylgir.
Flestir sem koma til landsins koma til þess að fara í Safaríferðir en Kenía er eitt af bestu löndum í Afríku til að fara í þannig ferðir. Það er fjöldi þjóðgarða í Kenyu fyrir vilt dýr og einnig náttúrugarðar í heimsklassa. Flestir fara á veiðar í þjóðgörðunum, ekki með vopn í hönd heldur myndavélar því hér er hægt að upplifa vilt dýr mjög nálægt. Tsavo National Park í Kenya er meðal þeirra fremstu í heiminum þar er hægt að sjá ljón, tígrísdýr, fíla og ef þú ert á réttum árstíma þá getur þú upplifað stóra hópa af Gnú sem árlega ferðast frá Maasai Mara til Serngeti.

Það má segja að náttúran í Kenía sé aðal aðdráttarafl landsins, ekki missa af Moun Kenya sem er hæðsta fjallið með tindinum Batian í 5.199 m hæð, fjallið er risastórt eldfjall og varð til fyrir 3 milljónum ára en í dag er jökull á toppnum þar sem fjallgöngumenn reyna fimi sýna, fjallið er á heimslista UNESCO. Hluti af fjallinu er þjóðgarður, Great Rift Valley með frábæru landslagi og útsýnisstöðum. Kenía er líka þekkt fyrir fjölbreytt fugla líf og trekkir að ferðamenn til að skoða fugla.
Í Kenya eru einnig nokkur vötn eins og Lake Turkana sem er stærsta eyðimerkur vatnið og Lake Elementaia í Great Rift Valley, þar sem mikið er af mismunandi fuglum.

Mombasa
Mombasa

Mombasa er næst stærst á eftir Nairobi. Það er alþjóðaflugvöllur í Mombasa og þangað fara flestir ferðamenn þar sem borgin liggur að Indlandshafi. Mombasa er stærsti strandbær og höfn í Kenía með um 1.2 milljónir íbúa

Nairobi
Nairobi

Nairóbí er höfuðborg kenýa og stærsta borgin en þar búa um 3 milljónir íbúa. Borgin var byggð af Bretum árið 1899 og var bara í byrjun vöruskemmur við járnbrautina milli Mombasa til Úganda.

shade