Ferðir og flugmiðar til Banjul
Banjul er höfuðborg Gambíu en er samt ekki stærsta borgin, hún er við mynni Gambíu fljótsins sem rennur út í Atlandshafið. Banjul liggur á lítilli eyju og íbúafjöldinn í borginni er tæplega 40.000, hér eru gömul hús í nýlendustíl þar sem allt snýst um höfnina og lítinn utandyra markað. Frá höfninni er hægt að taka ferju yfir stórt og breytt fljótið til boranna Barra og Essau sem eru í þjóðgarðinum Niumi National Park. Þar getur þú upplifað ósnerta mangrov skóga og ótrúlegt fuglalíf. Síðan er fuglafriðlandið Tanji Bird Reserve sem er algjört möst fyrir þá sem áhuga hafa á náttúru og fluglalífi. Rétt fyrir utan Banjul er náttúruverndarsvæðið Abuko Nature Reserve þótt það sé ekki stórt bara 100 hektarar getur þú samt upplifað krókódíla, aba og mismunandi fugla í hundruðum tegunda sem Gambía er þekkt fyrir.
Banjul er einnig þekkt fyrir fallegar strendur og hótel svæði við Atlandshafsströndina. Þekktustu svæðin eru Fajara, Serrekunda, Bakau og Kotu þar sem boðið er uppá alskonar vatnaíþróttir, en einnig er bara hægt að slappa af á ströndinni því nóg er af sólinni og sjórinn er tær. Það eru líka margir góðir veitingarstaðir og nálægð við Atlandshafið gerir það að verkum að sjávarréttarborðið er bæði spennandi og margbreytilegt. Á þessum strandsvæðum er líka líflegt nætur og skemmtana líf, hótelin eru flest ný og bjóða uppá öll þau þægindi sem hugsast getur.
