Flug, flugmiðar og ferðir til Gambíu
Gambía er lítið land en hefur uppá mikið að bjóða fyrir ferðamenn. Gambía liggur í Vestur Afríku að Atlandshafi og teygir sig inn í álfuna, meðfram Gambí fljótinu. Landið er með landamæri að Senegal frá öllum áttum og er minnsta landið á meginlandi Afríku. Gambía var upphaflega portúgölsk nýlenda en Bretar hófu verslun þar snemma á 17. öld. Bretar lögðu síðan undir sig Gambíu og Senegal í Sjö ára stríðinu 1783, landið fékk síðan fullt sjálfstæði árið 1965 en er samt hluti af Breska samveldinu. Höfuðborgin Banjul liggur við mynni Gambíu fljótsins og stutt frá Banjul er eyjan, Kunta Kinteh sem er söguleg vegna þess að eyjan var söfnunarsaður fyrir þræla sem síðan voru sendir með skipum til Bandaríkjanna. Eyjan var síðan heimsfræg eftir að rithöfundurinn Alex Haley skrifaði bókina, Rætur sem síðan varð að framhaldsþætti sem var mjög vinnsæll um allan heim. Ejan Kunta Kinteh er nú að finna á UNESCO lista yfir staði á Heimsminjaskrá.
Það eru mikið af náttúruperlum í Gambíu sem er þó einna þekkturst fyrir fjölbreytt fuglalíf. Fjótið Gambía er síðan þjóðgarður, Gambía River National Park þar sem hægt er að upplifa apa og krókódílla í náttúrulegu umhverfi. Í Gambíu er mikið af krókódílum sem tilheyra þeirri tegund sem heyrir undir Vestur Afríku og gegna þeir veigamiklu hlutverki í menningu landsins. Það er boðið uppá 4 x 4 ferðir út í smá þorp þar sem heimsóttir eru skólar og fylgst með daglegu lífi innfæddra. Matar menning þeirra er sérstök þar sem fljótið á stóran þátt í að skaffa hráefni eins og Ostrur en Ostrukássa er einn af þjóðarréttum í Gambíu.
Aðal ferðamannastaðir eru stutt frá höfuðborginni Banjul með flottum strandlengjum sem eru við Atlandshafið. Það er allt annar heimur með lúksus hótelum þar sem alskonar vatna íþróttir standa til boða. Strödin Sanyang er falleg og friðsæl en þær strendur sem eru vinsælastar eru við höfuðborgina Banjul vegna skemmtana og næturlífs. Banjul er lítil borg en sjarmerandi höfuðborg sem fólk ætti að skoða meðan dvalið er í Gambíu.
Banjul
Banjul er höfuðborg Gambíu en er samt ekki stærsta borgin, hún er við mynni Gambíu fljótsins sem rennur út í Atlandshafið. Banjul liggur á lítilli eyju og íbúafjöldinn í borginni er tæplega 40.000, hér eru gömul hús í nýlendustíl þar sem allt snýst um höfnina og lítinn utandyra markað.
