Flug og flugmiðar til Angóla
Angóla er land í sunnanverðri Afríku með strönd að Atlandshafi og landamæri að Namibíu í suðri, Sambíu í austri og lýðveldinu Kongó í norðri. Angóla var áður portúgölsk nýlenda með umtalsverðar náttúruauðlindir, meðal annars olíu og demanta. Landið átti í stöðugri borgarastyrjöld frá því að það fékk sjálfstæði árið 1975 til ársins 2002.
Íbúafjöldi Angóla er um 26 milljóir en síðustu manntalstölur eru frá árinu 2014. Frá lokum borgarastyrjaldarinnar hefur efnahagur landsins vaxið hratt, enda á landið miklar náttúruauðlindir. Portúgalska er opinbert tungumál í Angóla en auk hennar eru töluð mörg frumbyggjamál: stærst þeirra eru umbundu, kimbundu og kikongo. Yfir helmingur íbúa aðhyllist rómversk-kaþólska trú og um fjórðungur mótmælendatrú.
Þú finnur flugleiðir og lág flugverð til Angóla á Ticket2Travel.is
Lúanda
Lúanda er höfuðborg og stærsta borg Angóla. Borgin stendur við Atlantshaf og er því helsta hafnarborg landsins, auk þess að vera stjórnarsetur þess. Í borginni búa um 5.000.000 manns (2009).
